7.6.2008 | 22:05
Blautasti laugardagur í heimi....!!!
Föstudagurinn var frekar óvenjulegur hjá mér og minni fjölskyldu, eldri dóttir mín fór með ömmu sinni í ferðalag austur á firði á fimmtudaginn, og ég, stebba og Anna yngri dóttir okkar vorum að fara til rvk á föstudeginum. Við vöknum snemma því við þurftum að gefa barninu að borða firir kl 8 um morguninn svo ekki mei r firr en eftir röraaðgerðina, við flugum til rvk, kl 10 og flugið gekk mjög vel, Anna hún sofnaði rétt áður enn við lentum í rvk, og við fórum síðan í heimsókn til vinkonu okkar, þangað til Anna átti að fara í aðgerð, enn first fór ég og náði í heyrnartækin mín, og þau kostuðu sitt..... 360 þús.... enn maður verður að hafa eitthvað sem virkar og hentar í eyrunum, fyrst maður þarf á hjálpartækjum að halda. Röra aðgerðin gekk frábærlega, Anna vaknaði úr svæfingunni fljótt og var ekkert smá reyð, orgaði svo mikið að hjúkrunarfólkið og læknarnir fengu hnút í magann hehehhe enn hún jafnaði sig þegar hún var búin að fá smávegis að borða, síðan var flogið aftur heim 1 og hálfum tíma eftir aðgerðina, og það var bara í lagi, Anna svo róleg og spræk.
Í morgun leit út firir að það yrði frekar blautur dagur enn samt var haldið út á golfvöll í mót, það mættu ekki margir enn nógu margir till að fara afstað, og alltaf bætti smá saman í vindinn og á 18 var frekar svona ekki þægilegt að slá á móti enn það slapp, Rigningin lét bíða eftir sér og allir sluppu í hús þurrir. Ég varð svo lánsamur að spila mjög góðann og jafnann hring, ekki mikið af mistökum og það skilaði mér í 2 sætið. J Seinni partinn fór svo að rigna og það hafa gengið yfir svakalega miklar skúrir, og ekkert lát virðist á þessu blotaveðri.
Ég vona að allir þeir sem úti þurfa að vera sér vatnsheldir......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.