Hofsnes :)

Komum á föstudagskvöldið og það var tekið á móti okkur með opnum örmum og yndislega góðum mat.  Allir svo kátir og glaðir.    Fljótlega eftir matinn þá fóru elsku konurnar að koma smáfólkinu í rúmmið og Einar fór með mig og Aron á kayakEinar sagði að ég væri svona tilraunadýr,  hann hafði bara farið 1 sinni þessa leið með fólk,  núna fórum við allir á bátum og vorum að mæla tímann og vegalengdina á þessari leið,  það gekk allt mjög vel þrátt firir að maður hafi stranda á grinningum nokkrum sinnum enn það er líka gaman J hehehe   það vantaði ekki fugla lífið þarna á læknum,  álftir, lómur, mávar og skúmur allt var þetta rólegt og friðsælt.  Mér tókst að komast alla leið án þess að hvolfa bátnum og ég er feikilega ánægður með það.

Á laugardeginum þá fórum við snædís með Einari og strákunum hans, og nokkrum ferðamönnum útí í Ingólfshöfða. Það var mjög skemmtileg  ferð og hafði ég mjög gaman af því að fara þangað.  Ég og Snædís vorum að fara þangaði í firsta skiptið og henni fannst fuglalífið jafn stórfenglegt og mér, við sáum seli, lunda, fíl, hringvíu, álku, skúmshreiður og svartbakshreyður, og í kaupæti fengum við að sjá eftir Tófu sem var að rölta sér vestur af Höfðanum,  allir komu sælir og ánægðir heim eftir mjög skemmtilega ferð.

Einar fór síðan um kvöldið með mig og konu mína í klettaklifur, Aron kom með J þetta var mjög skemmtleg reynsla, og það er alveg POTTÞÉTT að ég á eftir að fara að klifra aftur, kvort sem það sé klettaklifur eða ísklifur, því þetta er mjög skemmtilegt J .   Það var mjög góð mynd sem ég tók eftir að ég var kominn upp sem mun verða sett inn í myndaalbúmið.

Við strákarnir ættluðum að fara útí höfða aftur í göngutúr og vita hvort við findum tófuna aftur og eyða henni, ferðin byrjaði mjög vel, allir klárir og búnaðurinn og hundarnir á sinn stað og allt klárt, og lagt var af stað á fínu lödunni,  konir hálfaleið þegar bremsurnar voru farnar að liggja útí og það var stoppað og átti að breja dæluna lausa svo klossinn lægi ekki útí, nei það gekk alls hreynt ekki svo það varð ekkert að gera nema að snúa við og fara aftur heim, enn á miðri heimleið ákvað Einar og ég að ganga með Síberían höskí hundana heim, því þeir þurfa jú líka hreyfingu, og lögðum af stað, enn ladan fór aldrey lengra hjálparlaust,  því það þurfti að ná í hana með traktor daginn aftir og þá var hjólið orðið laflaust, hehe  svona geta hlutirnir verið. 

Það var margt sem gerðist þessa helgina, þetta var ævintýralegaskemmtileg helgi,  vonandi verður skemmtileg helgi í Hofsnesi aftur áður enn of langt líður J      Öll fjölskyldan hafðir gaman af þessari ferð og efast eg ekki um að næsta ferði verður alls ekki síðri  J  Þúsund þakki Matta og Einar !!!!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband