16.11.2008 | 22:35
lífið í fríríkinu á heiðarbrautinni :)
Þetta hafa verið óneytanlega svolítið spes síðustu 4 dagar. fimmtudagin þá fór ég til rjúpna og sá þó nokkra fugla enn ég sá líka þá skríttnustu sem ég hef séð í langan tíma heheheh :) og þeir éta gras. Ég var staddur lengst inn í afdal og ekki gat ég farið að skilja rollurnar eftir, svo ég tók þær með mér til baka, jamm 6 rollur lágu þann daginn.
Á föstudeginum þá fór ég og drottningin í fríríkinu á heiðarbraut 4 út að borða í til efni að 1 árs brúðkaupsafmælinu okkar (sem er reyndar í dag.) Já þessi útferð var mjög skemmtileg enginn fór svangur heim, nei ó nei, við völdum okkur 3 rétti, jú þetta varð nú að vera flott, og byrjuðum á smárétti(starter) eins og stendur í matseðlinum, Humarsúpa. Þessi réttur er svo sannarlega eins og Jaris RISA smár hahaha já þetta var sko full súpuskál af þykkri og rosalega bragðgóðri humarsúpu og 2 ristaðat brauðsneiðar og við erum að tala um smárétt, þetta hefði verið nóg, enn já þá er það réttur 2, ég fékk mér hægt eldaðann lambaskanka með einhverri tómatsósu og gratíeruðum kartöflum og steiktu grænmeti sem var drekkt í olíu, sá skammtur hefði dugað handa 3 það var svo mikið á diskinum, Stebba fékk sér nautasteik og var hún líka vissulega vel útilátin enn ekkert í líkindum við lambaskánkann, hún hafði það af að klára sína steik enn ég gat engan vegin torgað mínu, 3 rétturinn, það var jú auðvitað til að filla í littluholurnar sem myndast ´amilli bitanna sem maður er að borða, og við fengum okkur Árbæjarís og hann var mjög góður :) Við fóru södd og mjög glöð heim aftur :) í fríríkið okkar.
Laugardagurinn var svona næstum eðlilegur enn ég fór með stelpurnar mínar í fimleika og það er í firstaskiptið sem ég fer með þær báðar þangað og ég lifði það af, þær voru báðar æðislega duglegar. Dagurinn fór svo fram eðlilega að mestu fórum í mat til afa.
Sunnudagurinn Brúðkaupsafmælisdagurinn já ég byrjaði daginn á góðum morgunmat og gekk síðan til Rjúpna, ég hafði 6 rjúpur eftir þennan dag, og það gekk stóslysa laust þannig að ég er bara mjög sáttur, kom heim alveg á réttum tíma til að fara á bingo með fjölskyldunni, það hafðist 1 vinningur, það var alsherjar nudd tími :) og við vorum svo góð að gefa ömmunni vinninginn :)
núna líður senn að öðrum degi og þá hefst vinnan aftur með öllu því sem það ber á góma.